
ÓKYRRÐ
Ókyrrð er gamanleikur um háska í háloftunum. Leikritið gerist í flugvél á tímum heimsfaraldurs og hverfist um fjórar persónur sem allar stefna í ólíkar áttir.
★ ★ ★ ★1/2
Ragnhildur Þrastardóttir – Morgunblaðið
„Leikritið fer hratt af stað og það er mikið tempó á söguþræðinum út í gegnum verkið, sem er skemmtilegt, bráðfyndið, snjallt og lifandi […] Brynja spilar á fyrirframgefnar hugmyndir um það sem er karllægt og kvenlægt í persónusköpuninni en persónurnar verða fyrir vikið mjög ferskar og lausar við allar klisjur. Söguþráðurinn er einnig klisjulaus […] Svo ég dragi þetta aðeins saman þá er Ókyrrð hrikalega skemmtilegur gamanleikur sem virðist varla þurfa á sviði að halda, svo ljóslifandi verður atburðarrásin í orðum Brynju Hjálmsdóttur“