
UM FRIÐSEMD
Friðsemd hefur alla tíð verið með nefið ofan í erótískum spennusögum, sem Fatima, besta vinkona hennar, framleiðir á færibandi. Hennar eigið hversdagslíf er allt annað en spennandi. Þegar besta vinkonan deyr af grunsamlegum slysförum heldur Friðsemd í háskaför og áður enhún veit af er líf hennar orðið ískyggilega reyfarakennt. Friðsemd er bráðskemmtileg og óhefðbundin spennusaga um missi, von og vináttu í brothættum heimi.
Bóksalaverðlaunin 2024
3. sæti í flokki skáldverka
Kolbrún Bergþórsdóttir – Kiljan
„Mjög vel gert!“
„Lipurlega skrifuð.“
Ingibjörg Iða Auðunardóttir – Kiljan
„Það er alveg óhætt að mæla með þessari bók.“
Jakob Bjarnar – Endastöðin
„Frábær bók. Alveg mögnuð!“
Ásgeir H. Ingólfsson – Heimildin
„Falleg saga um vináttu og einsemd, sem og ærslafengin paródía á formúlubókmenntir.“
Rebekka Sif – Vísir.is / Lestrarklefinn
„Friðsemd fannst mér stórskemmtilegur lestur, hún kom mér svo sannarlega á óvart.“